Umsagnir

 • Hafdís Magnúsdóttir, móðir: Yndislegt að sjá dóttur mína skríkja af gleði þegar hún áttaði sig á hvað hún hafði hækkað sig í stærðfræðinni. Vonandi mun þetta auka metnað hennar og sjálfstraust í framtíðinni og hún muni að lokum sjá fegurðina í stærðfræði.
 • Arnar Tjörvi Charlesson, nemandi: Það er orðin fastur liður í prófatíðinni minni að mæta á námskeið Herkúlesar. Prófin eru einfaldlega ekki eins ef ég fæ ekki að kíkja á ykkur strákana!
  Um jólin 2013 var ég með 15% mætingu, alveg með skituna upp á bak í stærðfræði en eftir námskeiðið hjá Herkúles náði ég 9,0 í einkunn á prófinu. Námskeiðin eru virkilega öflug, skemmtileg og fagleg.
 • Unnur Ágústsdóttir, móðir: Þið náið greinilega að setja ykkur í spor krakkanna og nálgast efnið á þeirra forsendum sem skilar árangri í þeirra ánægju.
 • Andri Þór Atlason, nemandi: Vildi bara þakka ykkur snillingunum fyrir námskeiðið sem ég fór á hjá ykkur. Fékk 8 í lokaprófinu og hefði ég ekki skorað svo hátt án ykkar félaganna. Takk kærlega fyrir mig.
 • Sara Dögg Jónsdóttir, nemandi: Ætlaði bara að hrósa ykkur fyrir frábæra kennslu. Ég var á námskeiðinu hjá Siggu og hún er alveg yndislegur kennari! Er búin að mæla með þessu við mjög marga samnemendur mína og ég mun pottþétt koma aftur á námskeið hjá ykkur seinna. Takk æðislega fyrir mig.
 • Ágústa Gísladóttir, nemandi: Námskeiðið bjargaði mér alveg, var miklu betur undirbúin fyrir prófið enda vel farið í allt efnið og allir hlutir vel útskýrðir!  Takk kærlega fyrir alla hjálpina 🙂
 • Íris Andrésdóttir, nemandi: Hefði ekki komist i MH, ef eg hefði ekki farið a þetta namskeið.
 • Elinóra Guðmundsdóttir, nemandi: Námskeiðið gerði gæfumuninn og ég lærði meira á þessum 3 dögum heldur enn á önninni, í alvöru.
 • Helga Kristín Ólafsdóttir, nemandi: Takk fyrir virkilega gagnlegt námskeið! þið eruð snillingar 🙂
 • Andri Þór Atlason, nemandi: Sammála henni Helgu, held ég hafi lært meira á einni helgi hjá ykkur en á 3 mánuðum í skólanum 🙂
 • Hafdís Magnúsdóttir, móðir: Sjaldan hefur peningunum mínum verið jafnvel varið.
 • Guðmundur Jónsson, nemandi: Skemmtilegustu laugardags- og sunnudagsmorgnar síðan Toy Story 1 kom út.
 • Unnur Ágústsdóttir, móðir: Kærar þakkir fyrir vel unnið og vel kennt námskeið. Kara dóttir mín er alsæl segist hafa lært meira á þessum tveimur dögum en á heilu ári sem er gott hrós.
 • Hafdís Magnúsdóttir, móðir: Mig langar fyrir hönd dóttur minnar og mín að þakka ykkur innilega fyrir fagmannlega kennslu á stærðfræðinámskeiðinu. Gleðitíðindi eru þau að Linda hækkaði sig um 2,5 í einkunn í lokaprófi í stærðfræði og það ríkti mikill fögnuður á okkar heimili.
 • Guðbjörg Lára, nemandi: Hækkaði mig um 2,5 í stærðfræði eftir að hafa farið á stærðfræðinámskeið Herkúlesar.
 • Aron Austmann Ellertsson, nemandi: Ég mætti til ykkar í fyrra og gekk mér rosalega vel í prófinu þá, enda kunnið þið mannabest að rifja upp lykilatriðin í þessum köflum fyrir lokaprófin.
 • Hjördís Þóra Rúnarsdóttir, nemandi: Ætlaði bara að þakka ykkur fyrir öll frábæru námskeiðin sem að ég hef farið á hjá ykkur. Það er ykkur að þakka að ég hef alltaf náð stærðfræðinni og eðlisfræðinni! 🙂