 |
Benedikt Thorarensen
Stærðfræði
Benedikt starfar við áhættustýringu Arion banka. Hann lauk meistaraprófi í verkfræði frá tækniháskólanum í Kaupmannahöfn, DTU, árið 2011. Árið 2011 kenndi hann dæmatíma í tveimur verkfræðinámskeiðum við tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Benedikt hefur einnig góða reynslu af einkakennslu í stærðfræði.
Benedikt hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2011. |
 |
Birgir Urbancic Ásgeirsson
Stærðfræði og eðlisfræði
Birgir er framhaldsskólakennari í eðlisfræði. Birgir lauk diplómanámi í kennslufræði við Kennaradeild HÍ 2013 og meistaraprófi í eðlisfræði við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi 2012. Birgir hefur góða reynslu af kennslu, á grunnskólastigi í stærðfræði og efnafræði, á framhalds- og háskólastigi í eðlisfræði.
Birgir hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2010. |
 |
Daníel Kári Snorrason
Hagfræði
Daníel Kári er á lokaári í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar sem flugþjónn á sumrin. Hann útskrifaðist af viðskiptabraut Verzlunarskóla Íslands árið 2011 og sat þar einnig í stjórn NFVÍ sem formaður Íþró. Daníel hefur tekið að sér einkakennslu í ýmsum fögum í gegnum árin.
Daníel hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2015. |
 |
Elvar Hermannsson
Stærðfræði og eðlisfræði
Elvar er meistaranemi í vélaverkfræði við KTH (Royal Institute of Technology) í Stokkhólmi í Svíþjóð. Áður lauk hann B.S. prófi í hátækniverkfræði frá HR. Samhliða námi rekur Elvar fyrirtækið Stéttafélagið sem sérhæfir sig í alhliða lóðafrágangi. Elvar hefur mjög góða þekkingu á sviði raungreina og var tvisvar á forsetalista þegar hann stundaði nám við HR. Elvar hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði frá árinu 2008 á framhalds- og háskólastigi.
Elvar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013. |
 |
Ester Ýr Jónsdóttir
Efnafræði
Ester Ýr er lífrefnafræðingur og framhaldsskólakennari. Ester Ýr lauk Cand-Scient. í lífefnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2005. Samhliða lokaári sínu í Kaupmannahöfn kenndi Ester Ýr fyrsta árs nemum í erfðafræði og nanótækni. Ester Ýr starfaði við Fjölbrautaskóla Suðurlands 2005 – 2013 og kenndi þar efnafræði, líffræði og náttúrufræði. Ester Ýr starfar nú sem verkefnisstjóri NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, verkefnið miðar að því að efla náttúrufræðimenntun í grunn og framhaldsskólum á landinu.
Ester hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014. |
 |
Frímann Kjerúlf Björnsson
Eðlisfræði
Frímann lauk BS prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og er nú í meistaranámi í reikniverkfræði við sömu stofnun. Frímann hefur stundað einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði tengdum kúrsum um nokkura ára skeið, allt frá framhaldsskólastigi upp í fyrstu ár háskólastigs. Einnig hefur hann haldið nokkur prófundirbúnings námskeið fyrir nemendur í Eðlisfræði 1 við bæði Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Frímann hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2016. |
 |
Guðmundur Einarsson
Stærðfræði
Guðmundur er meistaranemi í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.S. prófi í stærðfræði frá HÍ vorið 2013 og útskrifaðist frá MR vorið 2009. Guðmundur hefur mikla reynslu af dæmatímakennslu innan HÍ. Hann hefur einnig tekið að sér einkakennslu, bæði fyrir framhalds- og háskólanema. Hann sá að auki um kennslu undirbúningsnámskeiðs í stærðfræði sumarið 2013.
Guðmundur hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013. |
 |
Guðrún Özurardóttir
Stærðfræði
Guðrún er þriðja árs nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og dæmatímakennari í hagnýtri stærðfræði, hagnýtri tölfræði og fjármálamörkuðum fyrir fyrsta og annars árs viðskipta- og hagfræðinema í HR. Guðrún útskrifaðist af náttúrufræðibraut MR vorið 2014 og hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði síðan.
Guðrún hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2016. |
 |
Gunnar Skúlason
Stærðfræði
Gunnar er rekstrarráðgjafi hjá Capacent og hefur starfað þar síðan 2011. Hann lauk meistaraprófi í rekstrarverkfræði frá DTU (Danmarks Tekniske Universitet) 2011 og B.S. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2009. Gunnar hefur þónokkra reynslu af dæmatímakennslu á háskólastigi og hefur einnig kennt einkakennslu í stærðfræði á framhaldsskólastigi.
Gunnar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013. |
 |
Helgi Rafn Hróðmarsson
Efnafræði
Helgi Rafn er doktorsnemi í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.S. gráðu í efnafræði við Háskóla Íslands 2011 og hóf síðan framhaldsnám sitt í janúar 2012. Helgi hefur kennt einkakennslu, bæði fyrir framhalds- og háskólanema, frá árinu 2010 og hefur ríka reynslu af verklegri kennslu í Háskóla Íslands. Þá hefur Helgi einnig kennt prófnámskeið í almennri efnafræði fyrir nemendur Háskóla Íslands síðustu 4 ár.
Helgi hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013. |
 |
Hilmar Freyr Kristinsson
Stærðfræði
Hilmar starfar sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Kviku. Hann lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hilmar hefur sinnt dæmatímakennslu í hagnýtri stærðfræði í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2014. Ásamt því hefur hann reynslu af verðbréfa- og gjaldeyrismarkaði hafandi verið sumarstarfsmaður hjá Kviku árið 2015. Einnig er hann stjórnarformaður Æskulýðssjóðs ríkisins og gegnir ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.
Hilmar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2015. |
 |
Íris Gunnarsdóttir
Efnafræði
Íris starfar sem lyfjafræðingur í apótekinu Lyfjaborg. Hún lauk meistaraprófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Íris hefur mjög góðan grunn í efnafræði og hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði og efnafræði frá árinu 2007 á grunn-, framhalds- og háskólastigi.
Íris hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2012. |
 |
Jón Arnar Briem
Stærðfræði
Jón Arnar útskrifaðist af Eðlisfræðibraut Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og nemur nú hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Áhugi Jóns á kennslu kviknaði þegar hann aðstoðaði vin sinn við undirbúning fyrir samræmdu prófin í 10. bekk. Síðan þá hefur Jón tekið að sér ýmsa einkakennslu á framhalds- og háskólastigi, aðallega í stærðfræði.
Jón hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014. |
 |
Kári Kolbeinsson
Stærðfræði
Kári starfar við áhættustýringu MP Banka. Hann lauk B.S. prófi í fjármálaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur árið 2011. Samhliða námi var Kári dæmatímakennari í línulegri algebru hjá verkfræðideild HR auk þess sem hann tók að sér einkakennslu í ýmsum fögum. Veturinn 2009-2010 starfaði hann sem leiðbeinandi í Ólympíustærðfræði í Breiðholtsskóla.
Kári hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2012. |
 |
Kristófer Már Maronsson
Hagfræði og bókfærsla
Kristófer er nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar einnig hjá CenterHotels.
Kristófer útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands á
hagfræðisviði viðskiptabrautar vorið 2013. Hann gegndi starfi
markaðsstjóra nemendafélagsins á lokaári sínu, í því felst yfirumsjón yfir samninga nemendafélagsins við fyrirtæki, útgáfa nemendaskírteina og aðstoða nefndir við
fjármögnun viðburða og útgáfur.
Kristófer hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014. |
 |
Kristín Björg Arnardóttir
Eðlisfræði
Kristín er doktorsnemi í eðlisfræði við Nanyang Technological University í Singapore. Hún lauk meistaraprófi í kennilegri eðlisfræði við Stockholms Universitet í Svíþjóð árið 2013 og B.S. prófi við Háskóla Íslands 2011. Kristín hefur reynslu af dæmatíma- og verklegri kennslu á háskólastigi sem og einkakennslu á ýmsum stigum.
Kristín hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014. |
 |
Magnús Júlíusson
Stærðfræði
Magnús er verkfræðingur og lauk meistaraprófi í vélaverkfræði frá KTH (Royal Institute of Technology) í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 2013. Magnús starfar hjá Íslenskri orkumiðlun ehf. sem sérfræðingur í verkfræði raforkumála og kennir samhliða stærðfræði í Háskólanum í Reykjavík. Árin 2007 – 2008 starfaði hann sem náttúrufræðikennari við Réttarholtsskóla og kenndi þar 8., 9. og 10. bekk. Árangur nemenda hans í samræmdu prófi í náttúrufræði var góður en meðaleinkunn nemenda var í efstu 5% á landsvísu. Einnig starfaði hann sem stærðfræðikennari í 10. bekk við Hagaskóla á vorönn 2010 við góðan orðstír og hefur fengið til sín fjölda nemenda í einkakennslu.
Magnús hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2010. |
 |
Ólafur G. Halldórsson
Hagfræði og bókfærsla
Ólafur Garðar starfar sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Hann lauk meistarprófi í hagfræði frá University of Essex 2012. Hann hlaut hæstu einkunn í grunnámi í hagfræði við brautskráningu frá HÍ 2010. Ólafur starfaði hjá IFS ráðgjöf 2012 – 2013 og hjá Seðlabanka Íslands 2010 – 2011. Hann hefur víðtæka reynslu af dæmatímakennslu í HÍ og sá um undirbúningsnámskeið í tölfræði og stærðfræði fyrir verðandi meistaranema í hagfræði 2009 – 2011. Ólafur kenndi bókfærslu við MR vorið 2011 og hefur tekið að sér einkatíma í ýmsum fögum.
Ólafur hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013. |
 |
Pétur Sigurðsson
Hagfræði og bókfærsla
Pétur lauk stúdentsprófi við Verzlunarskóla Íslands á viðskipta-hagfræðibraut. Hann gegndi starfi féhirðirs nemendafélagsins á lokaári sínu, í því starfi felst að sjá um bókhald félagsins ásamt gerð og innheimtu reikninga, hafa umsjón um alla samninga gerða á vegum nemendafélagsins sem og samskipti við fyrirtæki og stóð að gerð fjárhagsáætlana. Pétur starfar nú sem sölu og þjónustufulltrúi hjá bílaleigu og stefnir í framhaldsnám í alþjóðaviðskiptum.
Pétur hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014. |
 |
Sigríður Dís Guðjónsdóttir
Stærðfræði
Sigríður Dís er nemi við Háskólann í Reykjavík. Hún lauk B.S. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Sigríður Dís hefur góða reynslu af kennslu en hún kenndi meðal annars dæmatíma í hagverkfræði við Háskóla Íslands veturinn 2009-2010 og hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði frá árinu 2006.
Sigríður hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2011. |
 |
Sigurður A. Magnússon
Stærðfræði
Sigurður starfar í við greiningu hjá viðskiptaþróun Vodafone á Íslandi. Hann er einnig nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Sigurður hefur góðan grunn í stærðfræði og hefur tekið að sér einkakennslu í ýmsum fögum á grunn- og framhaldskólastigi frá árinu 2012.
Sigurður hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013. |
 |
Viðar Ingason
Hagfræði og bókfærsla
Viðar starfar sem hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Universitat Pompeu Fabra í Barcelona árið 2011 og hóf störf hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í kjölfarið. Viðar hefur góða reynslu af kennslu og kennir meðal annars dæmatíma í hagnýtri tölfræði og þjóðhagfræði í Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa tekið að sér einkakennslu í stærðfræði á framhaldsskóla- og háskólastigi frá 2010.
Viðar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2012. |
 |
Vilhelm S. Sigmundsson
Eðlisfræði
Vilhelm er framhaldsskólakennari og eðlisfræðingur. Vilhelm hefur margra ára kennslureynslu, bæði á framhaldsskólastigi og í háskólum.
Vilhelm hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2011. |
 |
Örn Arnaldsson
Stærðfræði
Örn er doktorsnemi í hreinni stærðfræði við University of
Minnesota með mikla reynslu af kennslu á háskólastigi. Örn útskrifaðist
með MS gráðu í stærðfræði frá HÍ 2010 og MS gráðu í hagnýtri
stærðfræði frá University of Washington 2012.
Örn hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014. |