Kennarar

Hjá Herkúlesi er mikil áhersla lögð á fagmennsku og því starfa hér einungis mjög hæfir kennarar sem ná góðu sambandi við nemendur, geta auðveldlega sett sig í spor þeirra og hafa góða og yfirgripsmikla þekkingu á námsefninu.

Kennarar Herkúlesar hafa flestallir lokið háskólanámi í raungreinum eða verkfræði. Þau hafa öll góða reynslu af kennslu, annaðhvort í formi hóptíma eða einkakennslu.

Kennarar námskeiðanna eru:

Benedikt Thorarensen skotleyfismynd2 - Copy Benedikt Thorarensen
Stærðfræði
Benedikt starfar við áhættustýringu Arion banka. Hann lauk meistaraprófi í verkfræði frá tækniháskólanum í Kaupmannahöfn, DTU, árið 2011. Árið 2011 kenndi hann dæmatíma í tveimur verkfræðinámskeiðum við tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Benedikt hefur einnig góða reynslu af einkakennslu í stærðfræði.
Benedikt hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2011.
Birgir Urbancic Ásgeirsson
Stærðfræði og eðlisfræði

Birgir er framhaldsskólakennari í eðlisfræði. Birgir lauk diplómanámi í kennslufræði við Kennaradeild HÍ 2013 og meistaraprófi í eðlisfræði við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi 2012. Birgir hefur góða reynslu af kennslu, á grunnskólastigi í stærðfræði og efnafræði, á framhalds- og háskólastigi í eðlisfræði.
Birgir hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2010.
daníel_net_bw Daníel Kári Snorrason
Hagfræði

Daníel Kári er á lokaári í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar sem flugþjónn á sumrin. Hann útskrifaðist af viðskiptabraut Verzlunarskóla Íslands árið 2011 og sat þar einnig í stjórn NFVÍ sem formaður Íþró. Daníel hefur tekið að sér einkakennslu í ýmsum fögum í gegnum árin.
Daníel hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2015.
Elvar_Hermannsson2 Elvar Hermannsson
Stærðfræði og eðlisfræði

Elvar er meistaranemi í vélaverkfræði við KTH (Royal Institute of Technology) í Stokkhólmi í Svíþjóð. Áður lauk hann B.S. prófi í hátækniverkfræði frá HR. Samhliða námi rekur Elvar fyrirtækið Stéttafélagið sem sérhæfir sig í alhliða lóðafrágangi. Elvar hefur mjög góða þekkingu á sviði raungreina og var tvisvar á forsetalista þegar hann stundaði nám við HR. Elvar hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði frá árinu 2008 á framhalds- og háskólastigi.
Elvar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013.
 ester2 Ester Ýr Jónsdóttir
Efnafræði

Ester Ýr er lífrefnafræðingur og framhaldsskólakennari. Ester Ýr lauk Cand-Scient. í lífefnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2005. Samhliða lokaári sínu í Kaupmannahöfn kenndi Ester Ýr fyrsta árs nemum í erfðafræði og nanótækni. Ester Ýr starfaði við Fjölbrautaskóla Suðurlands 2005 – 2013 og kenndi þar efnafræði, líffræði og náttúrufræði. Ester Ýr starfar nú sem verkefnisstjóri NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, verkefnið miðar að því að efla náttúrufræðimenntun í grunn og framhaldsskólum á landinu.
Ester hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014.
Frímann Kjerúlf Björnsson
Eðlisfræði

Frímann lauk BS prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og er nú í meistaranámi í reikniverkfræði við sömu stofnun. Frímann hefur stundað einkakennslu í stærðfræði og eðlisfræði tengdum kúrsum um nokkura ára skeið, allt frá framhaldsskólastigi upp í fyrstu ár háskólastigs. Einnig hefur hann haldið nokkur prófundirbúnings námskeið fyrir nemendur í Eðlisfræði 1 við bæði Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.
Frímann hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2016.
gudmundur4 Guðmundur Einarsson
Stærðfræði

Guðmundur er meistaranemi í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.S. prófi í stærðfræði frá HÍ vorið 2013 og útskrifaðist frá MR vorið 2009. Guðmundur hefur mikla reynslu af dæmatímakennslu innan HÍ. Hann hefur einnig tekið að sér einkakennslu, bæði fyrir framhalds- og háskólanema. Hann sá að auki um kennslu undirbúningsnámskeiðs í stærðfræði sumarið 2013.
Guðmundur hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013.
Guðrún Özurardóttir
Stærðfræði

Guðrún er þriðja árs nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og dæmatímakennari í hagnýtri stærðfræði, hagnýtri tölfræði og fjármálamörkuðum fyrir fyrsta og annars árs viðskipta- og hagfræðinema í HR. Guðrún útskrifaðist af náttúrufræðibraut MR vorið 2014 og hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði síðan.
Guðrún hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2016.
gunni3 Gunnar Skúlason
Stærðfræði

Gunnar er rekstrarráðgjafi hjá Capacent og hefur starfað þar síðan 2011. Hann lauk meistaraprófi í rekstrarverkfræði frá DTU (Danmarks Tekniske Universitet) 2011 og B.S. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2009. Gunnar hefur þónokkra reynslu af dæmatímakennslu á háskólastigi og hefur einnig kennt einkakennslu í stærðfræði á framhaldsskólastigi.
Gunnar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013.
Helgi2 Helgi Rafn Hróðmarsson
Efnafræði

Helgi Rafn er doktorsnemi í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.S. gráðu í efnafræði við Háskóla Íslands 2011 og hóf síðan framhaldsnám sitt í janúar 2012. Helgi hefur kennt einkakennslu, bæði fyrir framhalds- og háskólanema, frá árinu 2010 og hefur ríka reynslu af verklegri kennslu í Háskóla Íslands. Þá hefur Helgi einnig kennt prófnámskeið í almennri efnafræði fyrir nemendur Háskóla Íslands síðustu 4 ár.
Helgi hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013.
Hilmar_bw Hilmar Freyr Kristinsson
Stærðfræði
Hilmar starfar sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Kviku. Hann lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hilmar hefur sinnt dæmatímakennslu í hagnýtri stærðfræði í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2014. Ásamt því hefur hann reynslu af verðbréfa- og gjaldeyrismarkaði hafandi verið sumarstarfsmaður hjá Kviku árið 2015. Einnig er hann stjórnarformaður Æskulýðssjóðs ríkisins og gegnir ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.
Hilmar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2015.
Íris Gunnarsdóttir
Efnafræði

Íris starfar sem lyfjafræðingur í apótekinu Lyfjaborg. Hún lauk meistaraprófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Íris hefur mjög góðan grunn í efnafræði og hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði og efnafræði frá árinu 2007 á grunn-, framhalds- og háskólastigi.
Íris hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2012.
jon_bw Jón Arnar Briem
Stærðfræði

Jón Arnar útskrifaðist af Eðlisfræðibraut Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og nemur nú hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Áhugi Jóns á kennslu kviknaði þegar hann aðstoðaði vin sinn við undirbúning fyrir samræmdu prófin í 10. bekk. Síðan þá hefur Jón tekið að sér ýmsa einkakennslu á framhalds- og háskólastigi, aðallega í stærðfræði.
Jón hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014.
Kári Kolbeinsson
Stærðfræði

Kári starfar við áhættustýringu MP Banka. Hann lauk B.S. prófi í fjármálaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur árið 2011. Samhliða námi var Kári dæmatímakennari í línulegri algebru hjá verkfræðideild HR auk þess sem hann tók að sér einkakennslu í ýmsum fögum. Veturinn 2009-2010 starfaði hann sem leiðbeinandi í Ólympíustærðfræði í Breiðholtsskóla.
Kári hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2012.
Kristófer_net_bw Kristófer Már Maronsson
Hagfræði og bókfærsla

Kristófer er nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar einnig hjá CenterHotels.
Kristófer útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands á
hagfræðisviði viðskiptabrautar vorið 2013. Hann gegndi starfi
markaðsstjóra nemendafélagsins á lokaári sínu, í því felst yfirumsjón yfir samninga nemendafélagsins við fyrirtæki, útgáfa nemendaskírteina og aðstoða nefndir við
fjármögnun viðburða og útgáfur.
Kristófer hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014.
Kristín_net Kristín Björg Arnardóttir
Eðlisfræði

Kristín er doktorsnemi í eðlisfræði við Nanyang Technological University í Singapore. Hún lauk meistaraprófi í kennilegri eðlisfræði við Stockholms Universitet í Svíþjóð árið 2013 og B.S. prófi við Háskóla Íslands 2011. Kristín hefur reynslu af dæmatíma- og verklegri kennslu á háskólastigi sem og einkakennslu á ýmsum stigum.
Kristín hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014.
Magnús Júlíusson
Stærðfræði

Magnús er verkfræðingur og lauk meistaraprófi í vélaverkfræði frá KTH (Royal Institute of Technology) í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 2013. Magnús starfar hjá Íslenskri orkumiðlun ehf. sem sérfræðingur í verkfræði raforkumála og kennir samhliða stærðfræði í Háskólanum í Reykjavík. Árin 2007 – 2008 starfaði hann sem náttúrufræðikennari við Réttarholtsskóla og kenndi þar 8., 9. og 10. bekk. Árangur nemenda hans í samræmdu prófi í náttúrufræði var góður en meðaleinkunn nemenda var í efstu 5% á landsvísu. Einnig starfaði hann sem stærðfræðikennari í 10. bekk við Hagaskóla á vorönn 2010 við góðan orðstír og hefur fengið til sín fjölda nemenda í einkakennslu.
Magnús hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2010.
Ólafur Ólafur G. Halldórsson
Hagfræði og bókfærsla

Ólafur Garðar starfar sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Hann lauk meistarprófi í hagfræði frá University of Essex 2012. Hann hlaut hæstu einkunn í grunnámi í hagfræði við brautskráningu frá HÍ 2010. Ólafur starfaði hjá IFS ráðgjöf 2012 – 2013 og hjá Seðlabanka Íslands 2010 – 2011. Hann hefur víðtæka reynslu af dæmatímakennslu í HÍ og sá um undirbúningsnámskeið í tölfræði og stærðfræði fyrir verðandi meistaranema í hagfræði 2009 – 2011. Ólafur kenndi bókfærslu við MR vorið 2011 og hefur tekið að sér einkatíma í ýmsum fögum.
Ólafur hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013.
Pétur_net Pétur Sigurðsson
Hagfræði og bókfærsla

Pétur lauk stúdentsprófi við Verzlunarskóla Íslands á viðskipta-hagfræðibraut. Hann gegndi starfi féhirðirs nemendafélagsins á lokaári sínu, í því starfi felst að sjá um bókhald félagsins ásamt gerð og innheimtu reikninga, hafa umsjón um alla samninga gerða á vegum nemendafélagsins sem og samskipti við fyrirtæki og stóð að gerð fjárhagsáætlana. Pétur starfar nú sem sölu og þjónustufulltrúi hjá bílaleigu og stefnir í framhaldsnám í alþjóðaviðskiptum.
Pétur hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014.
Sigríður Dís Guðjónsdóttir
Stærðfræði

Sigríður Dís er nemi við Háskólann í Reykjavík. Hún lauk B.S. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Sigríður Dís hefur góða reynslu af kennslu en hún kenndi meðal annars dæmatíma í hagverkfræði við Háskóla Íslands veturinn 2009-2010 og hefur tekið að sér einkakennslu í stærðfræði frá árinu 2006.
Sigríður hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2011.
Siggi_SH2 Sigurður A. Magnússon
Stærðfræði

Sigurður starfar í við greiningu hjá viðskiptaþróun Vodafone á Íslandi. Hann er einnig nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Sigurður hefur góðan grunn í stærðfræði og hefur tekið að sér einkakennslu í ýmsum fögum á grunn- og framhaldskólastigi frá árinu 2012.
Sigurður hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2013.
Viðar Ingason
Hagfræði og bókfærsla

Viðar starfar sem hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Universitat Pompeu Fabra í Barcelona árið 2011 og hóf störf hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í kjölfarið. Viðar hefur góða reynslu af kennslu og kennir meðal annars dæmatíma í hagnýtri tölfræði og þjóðhagfræði í Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa tekið að sér einkakennslu í stærðfræði á framhaldsskóla- og háskólastigi frá 2010.
Viðar hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2012.
No_image2 Vilhelm S. Sigmundsson
Eðlisfræði

Vilhelm er framhaldsskólakennari og eðlisfræðingur. Vilhelm hefur margra ára kennslureynslu, bæði á framhaldsskólastigi og í háskólum.
Vilhelm hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2011.
???????? Örn Arnaldsson
Stærðfræði

Örn er doktorsnemi í hreinni stærðfræði við University of
Minnesota með mikla reynslu af kennslu á háskólastigi. Örn útskrifaðist
með MS gráðu í stærðfræði frá HÍ 2010 og MS gráðu í hagnýtri
stærðfræði frá University of Washington 2012.
Örn hefur kennt hjá Herkúlesi frá 2014.