Um Herkúles

Herkúles heldur upprifjunarnámskeið í stærðfræði og raungreinum fyrir grunn-, framhalds- og háskólaskólanema á hverri önn.

Markmið námskeiða Herkúlesar er að styrkja stærðfræði- og raunvísindagrunn þeirra sem sækja námskeiðin.

Á grunn- og framhaldsskólastigi er áhersla lögð á að kenna í litlum hópum. Þannig fá nemendur persónulega kennslu og upplifa um leið að vera hluti af hópi með sameiginlegt markmið þar sem hagkvæmni er náð.

Námskeiðin hjá Herkúlesi eru hugsuð sem upprifjunarnámskeið þar sem farið er yfir efni áfanganna og áhersla lögð á aðalatriðin.

Námskeiðin henta vel þeim nemendum sem vilja bæta sig og auka öryggi sitt í stærðfræði og raungreinum. Þannig standa nemendur enn betur að vígi fyrir lokapróf og áframhaldandi nám.

Námskeiðin Herkúlesar eru haldin af fyrirtækinu Pollux ehf., kt. 680910-0570, sem sérhæfir sig í að halda upprifjunarnámskeið undir vörumerkinu Herkúles.

Stofnendur og eigendur Polluxar ehf. eru Birgir Urbancic Ásgeirsson og Magnús Júlíusson.

Birgir er framhaldsskólakennari í eðlisfræði. Hann lauk M.S. prófi í eðlisfræði við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi og diplómanámi í kennslufræði við Kennaradeild Háskóla Íslands.
Magnús er verkfræðingur og lauk meistaraprófi í vélaverkfræði frá KTH (Royal Institute of Technology) í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 2013.