Viðskiptavinir sem nýta sér þjónustu Herkúlesar samþykkja skilmála þessa og eru bundnir þeim.
0. Skilgreiningar
Rekstraraðili er Pollux ehf. undir vörumerkinu Herkúles.
Viðskiptavinur er nemandi sem sækir námskeið og sá sem greiðir fyrir námskeiðið (ef annar en nemandi).
1. Ábyrgð rekstraraðila
1. Rekstraraðila ber að veita þá þjónustu sem hann hefur tekið að sér á eðlilegan hátt.
2. Rekstraraðili ber enga ábyrgð á eigum viðskiptavina meðan á námskeiði stendur.
3. Rekstraraðili ber enga ábyrgð á slysum eða tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir í tengslum við námskeið sem viðskiptavinur sækir.
4. Rekstraraðili ber einungis skaðabótaábyrgð á beinu tjóni viðskiptavinar samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis rekstraraðilans eða starfsmanna hans, með þeim undantekningum sem fram koma í skilmálum þessum.
2. Ábyrgð viðskiptavinar
1. Viðskiptavinur ábyrgist greiðslu fyrir námskeiði sem rekstraraðili selur.
3. Fjöldatakmarkanir og niðurfelling á námskeiðum
1. Rekstraraðili áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef lágmarksþátttaka næst ekki á námskeiðið. Rekstraraðili ber enga ábyrgð á því tjóni sem það kann að valda viðskiptavinum. Rekstraraðila ber að tilkynna viðskiptavinum um niðurfellinguna áður en námskeiðið ætti að hefjast. Rekstraraðila ber að endurgreiða viðskiptavinum námskeiðsgjaldið í tilviki sem þessu.
2. Rekstraraðili áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu á námskeið og takmarka þannig fjölda á námskeiðið.
3. Rekstraraðili áskilur sér rétt til að fella niður námskeið eða hluta úr námskeiði og/eða breyta tímasetningu námskeiðs vegna aðstæðna sem rekstraraðili ræður ekki við eða getur ekki séð fyrir, t.d. vegna stríðs, verkfalla, hryðjuverka, náttúruhamfara, óveðurs o.fl.
4. Verð og greiðslur
1. Ef rekstraraðili ákveður að fella niður námskeið er viðskiptavinum boðin endurgreiðsla.
2. Viðskiptavinur getur ekki krafist endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi ef viðskiptavinur sem hefur greitt mætir ekki á námskeiðið sem hann greiddi fyrir.
3. Verð fyrir námskeið reiknast fyrir námskeiðið í heild sem getur staðið yfir í nokkra daga. Ekki er hægt að greiða fyrir hluta úr námskeiði. Viðskiptavinur getur ekki krafist endurgreiðslu hluta af námskeiðsgjaldinu ef viðskiptavinur mætir ekki á allt námskeiðið.
4. Viðskiptavinur getur ekki krafist endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi ef viðkomandi námskeið er haldið.
5. Viðskiptavinur getur ekki krafist endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi ef hluti námskeiðs er ekki haldinn eða tímasetningu breytt vegna aðstæðna sem rekstraraðili ræður ekki við eða getur ekki séð fyrir, t.d. vegna stríðs, verkfalla, hryðjuverka, náttúruhamfara, óveðurs o.fl.
6. Viðskiptavinur er ekki skuldbundinn fyrr en 14 dögum eftir að gengið hefur verið frá kaupum. Viðskiptavinur getur fallið frá samningi innan þessa frests án þess að tilgreina nokkra ástæðu. Viðskiptavinur getur þá krafist endurgreiðslu. Sbr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef námskeið er hinsvegar haldið innan við 14 daga frá kaupum á viðskiptavinur ekki rétt á endurgreiðslu undir neinum kringumstæðum. Sbr. 10. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga.
5. Höfundarréttur
1. Allt efni á vefnum er háð höfundarrétti rekstraraðila og er notkun þess óheimil án skriflegs leyfis rekstraraðila þ.m.t. notkun vörumerkja, þjónustumerkja og/eða viðskiptaheita.
2. Allt efni sem viðskiptavinur fær á námskeiðum er háð höfundarrétti rekstraraðila og er notkun þess óheimil án skriflegs leyfis rekstraraðila þ.m.t. notkun vörumerkja, þjónustumerkja og/eða viðskiptaheita.
6. Nýting upplýsinga frá viðskiptavin
1. Viðskiptavinur veitir rekstraraðila heimild til þess að nýta þær upplýsingar/fyrirspurnir sem hann sendir á vefinn án nokkurs endurgjalds enda sé skráning og/eða notkun þeirra eðlilegur þáttur í starfsemi rekstraraðila.
7. Upplýsingar á vefsetri – takmörkun ábyrgðar
1. Rekstraraðili getur á hverjum tíma breytt efni því og upplýsingum sem fram koma á vefnum án nokkurs fyrirvara. Rekstraraðili getur einnig rofið aðgang viðskiptavina að vefnum á hverjum tíma án nokkurs fyrirvara eða tilkynninga t.d. vegna viðgerða, bilana, uppfærslu vefjarins og/eða annarra nauðsynlegra aðgerða að mati rekstraraðila á hverjum tíma. Rekstraraðili ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem notandi kann að verða fyrir vegna þessa.
2. Rekstraraðili beinir því til notanda að sannreyna þær upplýsingar sem fram koma á vefsetri á hverjum tíma hafi hann í hyggju að nýta þær með einhverjum hætti þar sem í upplýsingum kunna að leynast villur eða þær orðnar úreltar, þrátt fyrir að rekstraraðili leitist að sjálfsögðu við að hafa allar upplýsingar ávallt réttar og tæmandi. Er viðskiptavini bent á að hafa samband við skrifstofu rekstraraðila þar sem starfsfólk mun taka vel á móti öllum fyrirspurnum og veita nánari upplýsingar um starfsemi og þjónustu sem rekstraraðili veitir á hverjum tíma.
3. Öll notkun efnis og upplýsinga af vefsetri rekstraraðila er ávallt alfarið á ábyrgð viðskiptavinar og ber rekstraraðili ekki bótaábyrgð á því tjóni sem kann að verða vegna notkunar t.d. vegna þess að upplýsingar hafi reynst rangar og/eða ekki tæmandi um efni eða jafnvel að viðskiptavinur hafi ekki getað nýtt sér aðgang að vefsetri.
4. Rekstraraðili ber jafnframt ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna vanþekkingar notanda, misskilnings, misnotkunar á vefnum eða vegna þess að tölvubúnaðar viðskiptavinar virkar ekki sem skyldi.
8. Lögsaga
1. Um vef þennan og námskeiðin gilda íslensk lög. Rekstraraðili ábyrgist þannig ekki notkun vefjarins eða námskeiðin utan íslenskrar lögsögu. Rísi mál út af skilmálum þessum, vefnum eða námskeiðum skal reka þau fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
9. Annað
1. Öll námskeið rekstraraðila eru áfengis-, tóbaks- og vímuefnalaus.