Afslættir

Fjöldaafsláttur

Nemendur í framhaldsskólum fá afslátt ef sami nemandi sækir fleiri en eitt námskeið sömu önnina.

Ef sami nemandi skráir sig á tvö námskeið er afslátturinn 4.000 kr. af námskeiði nr. tvö.

Ef sami nemandi skráir sig á þrjú námskeið er afslátturinn 4.000 kr. af námskeiði nr. tvö og þrjú. Heildarafslátturinn er þá 8.000 kr.

Til að virkja afsláttinn:

– Fyrst er gengið frá greiðslu á einu námskeiði.

– Við lok greiðslu opnast síða þar sem viðkomandi fær afsláttarkóða.

– Afsláttarkóðinn gildir í nokkra daga einungis fyrir viðkomandi nemanda.

– Afsláttarkóðinn skal settur í viðeigandi reit þegar síðara námskeiðið er bókað og við það lækkar verðið um 4.000 kr.

Systkinaafsláttur

Systkinaafsláttur er einnig í boði. Vinsamlegast hafið samband í síma 846-0709 eða á herkules@herkules.is með nöfnum nemenda þegar greitt hefur verið fyrir eitt námskeið til að fá systkinaafslátt af hinu námskeiðinu.

Ef spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband á herkules@herkules.is.